Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ekki teljandi

Karl einn var sá er lengi hafði búið baslbúnaði, en sagði þó oft frá búnaði sínum og velmegun. „Það kom aldrei fyrir alla mína búskapartíð,“ sagði hann, „að mig brysti annað en hey, mat, fatnað, skóleður og eldivið og var það ekki teljandi.“