Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/En guðsóttinn entist bezt

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„En guðsóttinn entist bezt“

Bjarni Þórðarson á Siglunesi á Barðaströnd var eitt sinn, þá er hann var ungur, sumartíma á fiskiskútu, og er hann var spurður hvernig honum hefði þótt þar að fara kvað hann:

„Á jaktinni eyddist flest.
efnin hlaut að hafa hvur,
en guðsóttinn entist bezt
því aldrei var hann brúkaður.“