Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Fáfræðin á Rauðasandi

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Fáfræðin á Rauðasandi

Einu sinni lét Hálfdán prestur Einarsson þegar hann var á Barðaströnd[1] stúlku nokkra sem Elín hét, alin upp á Rauðasandi, lesa við húsvitjun grein þessa: „Við höfum talsmanninn hjá föðurnum.“ Þegar stúlkan var búin að lesa greinina spyr prestur hvert hún hefði nokkru sinni heyrt þess getið eða hvert hún hefði það í nokkurri bók séð og lesið að við hefðum talsmann hjá föðurnum. „Nei,“ segir Elín, „hvergi hefi ég það heyrt eður séð og nokkuð er það að enginn veit til þess á öllum Rauðasandi.“ „Þá kalla ég þá heldur fáfróða þar,“ mælti prestur.

  1. Hálfdan Einarsson (1801-1865) var prestur á Brjánslæk 1835-'48.