Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Hann má það þess vegna

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Hann má það þess vegna“

Einu sinni kom karl í kaupstað með syni sínum; þeir voru þar alþekktir því karl bjó þar nærri. Strákurinn stökk á undan inn í búðina. Kaupmaður kallar til hans: „Kemur hann faðir þinn með fiskinn núna?“ „Nei,“ segir strákurinn. „Andskotinn hafi hann þá,“ segir kaupmaðurinn. „Hann má það þess vegna,“ sagði strákur.