Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Hjálpræðið

Kerling ein er var orðin mjög hrum, en hafði mikinn trúnað á draugagangi, var vön í rökkrum á kveldin að dragast ofan og út á hlaðið með næturgagn sitt til að sketta úr því, og er hún hökti eftir göngunum raulaði hún jafnan fyrir munni sínum:

„Meðan hjálpræðis hjálm og spjót
í höndum mínum ég ber
óhræddur geng ég illum mót
öndum og myrkraher.“