Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Kirkjuhattur kerlingar

Þegar þjóðskáldið séra Jón Þorláksson var prestur mætti hann á kirkjugólfinu þá hann gekk út úr kirkjunni, konu er brúkaði kringlóttan flókahatt á höfðinu sem þá var nýlega orðið tíðkanlegt og var lengi síðan; varð honum þessi staka af munni:

Mikið virki er manneskjan,
mætti ég yrkja um hana,
með höfuð- Tyrkja -hattinn þann
í helga kirkju að flana.