Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Lestu nú ekki meira
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Lestu nú ekki meira“
„Lestu nú ekki meira“
Benedikt prestur Pálsson á Stað á Reykjanesi[1] var eitt sinn að húsvitja í Reykhólasveit. Með honum var fóstursonur hans Gísli Ólafsson er lærði í Hólaskóla og lengi var prestur í Sauðlauksdal. Gísli var þá unglingspiltur. Á bæ einum spyr prestur kerlingu gamla; segir hann henni að lesa þriðju grein trúarjátningarinnar. Kerling kunni ekki, og varð að minna hana á. En er prestur ítrekar fyrir henni spursmálið: „Hvað er það?“ – gat kerling ekki svarað. Gísli sat nálægt henni og segir svo hún heyrði: „Það er að ég trúi að ég gelti ekki með eigin kjafti.“ Kerling hefur þetta upphátt eftir. Þá segir prestur: „Lestu nú ekki meira, skepnan mín.“ En er þeir fóru af stað segir prestur við Gísla: „Þú átt ekki að gjöra þetta, strákur.“
- ↑ Séra Benedikt Pálsson (1723-1813) fékk Stað á Reykjanesi 1771 og hélt til æviloka.