Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Maðurinn er að gera mér gott
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Maðurinn er að gera mér gott“
„Maðurinn er að gera mér gott“
Kona nokkur fór eitt sinn um borð á kaupskipi og hafði með sér dóttur sína barn að aldri. Fann hún einslega kapteininn á skipinu og gjörði við hann smákaup og samdi með þeim um allt, en barninu gazt þó ekki alls kostar vel að viðskiptum þeirra og tók að æpa og gráta. Heyrðu þá fylgjarar konunnar er voru á þiljum uppi að hún þaggaði barnið og mælti: „Þeg þú stelpa, maðurinn er að gera mér gott.“