Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Og það á að heita, Hervör
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Og það á að heita, Hervör“
„Og það á að heita, Hervör“
Einu sinni fóru hjón til kirkju. En á heimleiðinni [spyr kerling]: „Hver var það sem presturinn var að tala um í dag – Belsebub?“ Hún hefði ekki heyrt það fyrri. „Það eru mestu menn og hreppstjórar,“ segir hann. „Þú ert þá einn af þeim, heillin mín,“ segir hún. „Og það á að heita, Hervör!“