Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Sér hann það, vízkur

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Sér hann það, vízkur“

Börn tvö fengu eitt sinn mat sinn er faðir þeirra hafði skammtað þeim sínu í hvorju lagi, og er skammturinn kom mælti barnið annað sem verið mun hafa olnbogabarn föðursins: „Smátt skammtar hann faðir minn smjörið núna,“ „Hann sér það ekki blessaður,“ mælti hitt er var uppáhald föðurs síns. „Jú, jú,“ svaraði hitt, „sér hann það, vízkur.“