Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Séra Þórður á Lundi
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Séra Þórður á Lundi
Séra Þórður á Lundi
Síra Þórður á Lundi þókti í mörgu undarlegur. Eitt sem undarlegt þókti í fari hans var það að mælt var hann hefði umskorið sig; þar um var þessi vísa kveðin:
- Síra Þórður sig umskar,
- sízt þó réttan að því fór,
- saxið framan á böllinn bar,
- buxna alur gjörðist sljór.