Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Hani

Þess hefur áður verið getið að Skoffín kæmi úr hanaeggi, því hanar eiga egg þegar þeir verða gamlir. Ef maður tekur spora undan vinstra hanafæti og ber á sér ber maður sigur í hverju máli. Ef hjarta er tekið úr alsvörtum ketti og ístra úr alhvítum hana, blandað saman og borið í augun verður maður skyggn og sér jafnt á nótt sem degi.