Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Hörghóll
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Hörghóll
Hörghóll
Hóll einn í túninu á Barði í Fljótum heitir Hörghóll. Ekki get ég[1] þar með fullri vissu séð neitt tóftarmót, en sé það nokkuð er það hér um tíu álna langt og sex álna breitt innanveggja og snýr í vestur til norðurs og austur til suðurs. Hvergi annarstaðar í Fljótum veit ég til að heiti Hörghóll, ekki heldur Krosshóll, Kirkjuhóll né Álfhóll. En á Stóru-Þverá er blótaltarið.[2]
- ↑ Þ. e. sr. Jón Norðmann.
- ↑ Sbr. Næstu sögu