G
Búnaðarbálkur
Höfundur: Eggert Ólafsson
H
I
H
Hèr opnast sæludalr. Hèr er landslagið, landfugla, dýra og fiska athöfn og eðli, allt fullt af ánægju.
18.
Meinlausir þánkar gánginn greiddu,
gerðu þeir stutta villuleið,
þángað á götu-leysi leiddu,
lukkan hvar fyrirsat og beið
að skipun guðs í grænum dal;
geingr það ram, sem verða skal.
19.
Opnaðist land til fjalla frammi,
fætrnar uppað geingu bratt;
bólstað leit eg í breiðum hvammi,
byggiligan, og það var satt!
huginn mér sagði: hér er nú
hamíngjuvænt að reisa bú.
20.
Hvað sem land prýða kallast kunni,
komið var hér í eina sveit:
hálitað blóm í hvörjum runni,
heil-ylmuð grös og jörðin feit,
hólar, vellir, ávöxtuð lýng,
vötnin og fuglar allt umkríng.
21.
Þeir súngu hvörr í sínum nótum,
svo þar var lyst að hlíða til,
saklausum ásta saddir hótum,
svo gekk þeim skepnum allt í vil;
makar samfara firrtir pín,
flögtuðu kríngum hreiðrin sín.
22.
Eingir af þeim í striti stúrðu,
hreiðr-fuglarnir heima kúrðu,
hvatir ei vóru lángt í frá;
því nokkrir héldu varir vörð,
vistirnar aðrir tóku á jörð.
23.
Einn finnr jurta frygð og ánga,
fegrstu plokkar blóm af þeim;
hinn úr grastoppum fræin fángar,
flýgr síðan með aflan heim,
annar smádýr og flugur fær,
forði slíkr er honum kær.
24.
Við holu-dyrnar ei þeir eira,
uppfljúga títt með kompliment,
(svo gaman er að sjá og heyra)
sí-tístandi við lagið klént:
allt þetta sem eg aflað hef,
unnustu minni það eg gef.
25.
Nær úngar vóru úr eggjum skriðnir,
öllum móðirin skammtað gat;
fedrnir höfðu alleins yðnir,
úngunum líka gáfu mat,
sem víðka kokin vesællig,
víandi láta mata sig.
26.
Hýaðir strax er fiðrið feingu,
fjaðrirnar lærðu' að bera rétt;
í fyrstu með þeir gömlu geingu,
gátu kennt þeim að fljúga létt;
skylda foreldra þarmeð þraut,
þaðanaf hvörr sér bjarga hlaut.
27.
Um dýrin hin var sama saga,
sinni þjónuðu girndar-lyst:
sauðrinn gekk í grænum haga,
grasið hann beit og mettaðist;
mjólk í júgrinu mettan jók;
mjólkina lambið aptr tók.
28.
I vatni fiska sá eg sveyma
sinnislétta með sporðaköst,
þar áin fór til óss að streyma,
af þeirr busli gjörði röst,
yfirhöfn sumra svo var glæst,
silfri' eða gulli komst hún nærst.
29.
Þeir vóru' að metja, stökkva' og steðja,
stundum móka, því lognið var;
með samnúníng sig makar gleðja,
mátti svo vinast hvört eitt par,
og una sér við kaldan kost,
kann þeim ei granda vetrar frost.