G
Strandfuglanna ánægjufullt, þó vos-samt líferni. Hvað þar af sè að læra.
10.
Ei vildi mínu výli létta,
vitið reikaði lánga hríð;
eg var að hugsa' um hitt og þetta,
hvað verða mundi' á seinni tíð;
hátt fugla-kvak þeim blundi brá,
birta tekr af degi þá.
11.
Ut er að falla, stór er straumr,
ströndin þornar, en svalið dvín,
þar var svo fagur fugla glaumr,
(fersaung höfðu þeir milli sín)
að výlið hvarf, en varð eg hress;
vil eg því snöggvast geta þess.
12.
Tjaldar, selningar tístu saman,
til var ei hjá þeim skepnum agg;
márinn dró seym við sífeldt gaman;
saung veiðibjalla' gaggaggagg,
selningrinn margt tí-tí-tí,
tjaldrinn margt í rennu kví.
13.
Þeir vóru' að taka til sín fæðu:
tjaldrinn maðk úr leirnum gróf,
selningr hafði hleina kræðu,
hrúðrkarls börn af steinum skóf;
margfætla smakkast mávi réð;
mat svartbakrinn hrognkelsið.
14.
I þeirra fugla eðlisháttum
ei nema lyst og gleði fann;
þeir átu nær þeir eta máttu,
af þeirra vistum sjórinn rann;
en þegar vatnið yfir flaut,
ámeðan sérhvörr hvíldar naut.
15.
Þeir biðu til þess brast út sjórinn,
búinn var hvörs eins réttr þá,
matr settr á borð og bjórinn,
borð-sálminn kyrjar hvör sem má;
svo láta kóngar sinn við dúk,
saungvara leika kvæðin mjúk.
16.
Þeir prísa guð sem gaf þeim fæðu,
gjörvöllum hópnum sagðist vel;
sífeldt höfðu þeir sömu ræðu,
sýndi þar túngan hjartans þel.
Ó! þau falligu fjaðra-dýr!
farsæld og unun hjá þeim býr.
17.
Svo fór eg burt frá greindri gælu;
girndin kvað sem í brjóstið flaug:
o! að eg lifði í soddan sælu,
sem eg er maðr betri' enn þau;
hreinn og saklaus sem fjaðr-fé,
frí við sorgir og andstreymi!