O
Bóndans vetrar ánægja hvílík sè af ýmsum hlutum; svo sem eru: gnógtir sumarsafna, rjúpnaveiðar, frost og ísalög, og þeirra hlunnindi.
34.
Nær vetrar-tíð að garði geingr,
gleðst eg að eiga skjól og hvíld;
útivinnan ei lýr oss leingr,
lyst af haust-söfnum verðr fylld;
því nýtri verð eg nú í vor,
náttúrunnar að rekja spor.
35.
Vetrinn hèr ei virða flóar,
við hans gæði samt kannast eg;
heilsan er frísk þá frýs og snjóar,
falli veðráttan bærilig;
aldrei festir á skötnum skarn,
skemtan er mèr að ganga' á hjarn.
36.
Fara læt eg að fugla-veiðum,
fágætis til um hlíðar urð,
sem fornmenn áðr höfðu' á heiðum,
hænsna loðfættra sèst ei þurð;
vel get eg borðað villi-rètt;
á veiku fiðri sef eg lètt.
37.
Náttúran sjálf fer lopt að leggja
lystiligt yfir vötn og sæ;
krystalls gler er við iljar seggja
almenniligt á hvörjum bæ,
einginn veit eg, um veðra-hvolf,
vísir á þvílíkt hallar-gólf.
38.
Isinn þykir á Isalandi,
óblíðu merki skaparans;
það er ei satt! hann sviptir grandi
sífeldt, og geymir blessan hans;
hlunindi margt og ferskan fisk
fáum vèr þaðan á vorn disk.