Y
Nokkurra annara villigrasa lækningar og dygðir. Dýrindis pípu-tóbak. Hjónarætr. Uppskorin ylmgrös blómgast inni í húsum fyrir utan rætr.
79.
Maðran örþreyttum lèttir lúa,
ljá krapta veðra-berin rauð;
melir og drekar, (muntu trúa?)
mèr færa hveiti' og sætabrauð:
fjöl-dygdug jázt um jöklastöð,
Jakobs-fífill og remmu-blöð.
80.
Enskir kaupa fyrir dýra dóma
dökkvunar-blöð í tóbaks reyk;
vèlantsrót garnir gerir tómar;
geitlu vill þjóðin fóta-veik;
græðisúran er sárum holl;
svæfla bilaðan læknar koll.
81.
Ofsvefni hrindir hrafna-klukka;
hrindir svefnleysi fjólu-lauf,
mergruna skemdum skeggið bukka;
skírist af augnfró sjónin dauf;
við eitr, pest og orma-nag
á sævar-hvönn og vind og slag.
82.
Þetta' er og meira á mínu landi,
mörg er ótalin dygðin fín
í þeirra góðu grasa blandi;
gestunum skeinki' eg bjarkarvín
og sterka berja virt og völ
vænnra blóm-laga' í helgar-öl.
83.
Hjónagrösunum gleymi' eg aldri,
svo góðan ylm þau senda mér,
frjósemi verka' á frygðar-aldri,
frævast óbyrjur þar fyrir;
ein rotin sökk og önnur flaut,
úr faðmlögunum tekin braut.
84.
A fagri mörk gekk mèr í lyndi,
mettuðu blómstrin sjón og þef;
en svo eg missi' ei urtar yndis,
inni hjá mèr eg nokkrar hef;
þær ylm í bænum breiða' ámót,
blómgast samt fyrir utan rót.