X
Um te og kaffedrykki af innlenzkum tilefnum og þeirra jurta góðu verkanir.
74.
Nær vatn skal heita' að veizlu-minni,
og verðugum gestum láta' í tè;
útlenzkum varla verð eg minni,
vil eg ei þeirra fúka-te,
framar akta eg æru-prís,
er mèr sú jurtin heima vís.
75.
Te krydda' eg af bezta blómi,
í blástr-skugga, sem þurkað var,
vel-litað sem að vitra rómi,
verkun, smekk, ylm, af hinu bar;
hármeyar-lauf og bráða björg,
blandast við ekkilsjurtin mörg.
76.
Ef austan að svokallað kaffi
kola-mylsnu þeir girnast saup;
þá segi' eg komi af syndastraffi,
soddan prjálsemdar elkast kaup;
af einirberjum betri drykk
bý eg, sem hefir sama skikk.
77.
Þvílík mig heilsu bætir bára,
báðum höndum eg kerið gríp,
og þriggja steiktan avöxt ára,
ylmheitan þann eg glaðr sýp;
Norðmenn hafa það þekkir lært;
Þýðverskir eins til nytja fært.
78.
Þær dýru veigar hryglu' og hósta
hrinda, gjörandi blóðið þunnt;
þeim nýrnasteins og blöðru brjósta
bágleik og kveisur verðr unnt
að lækna', og innra flogin fljótt,
flýr þá og líka kónglig sótt.