Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/19

Þessi síða hefur ekki verið villulesin

5

6. ísland.

Lag: Þú stóðst á tindi Heklu hám.

1. Eykona hvít við dimmblátt djúp, Er kappa vakir hrygg við hauga Þungbúnu hrýtur hagl af auga Niður á fagran fannahjúp; Þú grætur þá, sem látnir lifa Þar ljósin Valaskjálfar bifa, :,: syrgjandi ber þú höfuð hátt Heiðskíra viður norðurátt. :,:

2. Gengin er tíð, þá loft og lög Valkyrjur riðu' í leiftra Ijóma, Við sverða skin og skjaldar hljóma, Og kystu harðan Hildar mög, Þegar að fleyin sköruð skjöldum Skriðu að þínum ströndum köldum, :,: Þá konungborið kappa lið Kaus sér að deyja brjóst þitt við. :,:

3. Þá Miðgarðs vörður mundi Ijá Ástvini Mímis Mjölni þungan, Þá hærra lögðir lét en tungan, Athöfn var mörg, en orðin fá; Þá frelsi' og drengskap dugði' að þjóna, En deyða víl og bleyði fjóna, :,: Þá frelsis- morgunsmyndin hrein í mentaspegli f ögrum skein. :,:

4. Þenna vér mæta eigum arf, Minningu fræga, feg-urst dæmi, Svo niðjum hraustra í huga kæmi, Að örva hug og efla starf, Svo aftur mætti' úr deyfð og dauða Daf nandi rísa landið snauða, : , : Og verða ei meir í myrkra döf Minningar sinnar eigin gröf . :,:

5. Kenn oss að feta í feðra spor, á ferli nýjum, móðir aldna, Að lifni storðin f önnum f aldna, Og nöpr-um fylgi vetri vor ; Frá harmi snúin horf ins blóma Heið þig í nýja tímans ljóma, :,: Og undir hjálmi æg- is blá Óskmögum sýndu hýra brá :,:

Steingrímur Thorsteinsson.