Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/27

Þessi síða hefur ekki verið villulesin

13

æ huga vendum; Hjarta með og sál :,: Handan yfir haf ið sendum Hlýast sona mái. :,:

Jón Ólafsson.

16. íslands ljóð.

(Við aldamótin 1900.)

Lög eftir Jón Laxdal og ísólf Pálsson.

1. Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna, Far-sæld og manndáð, vek oss endurborna. Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna, Hniginnar aldar tár-in láttu þorna.

2. Dagur er risinn, öld af öld er borin, Aldarsól ný er send að skapa vorin. Árdegið kallar, áfram stefna sporin, enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn.

3. Aldar á morgni vöknum til að vinna, Vöknum og tygjumst, nóg er til að sinna. Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna, Takmörk og heit og efndir sam-an þrinna.

4. Fjallkonan unga, yngst af Norðurlöndum, Óminn fær heyrt af dáð frá systra ströndum; Bíður með þrá, sem ástmey örmum þöndum Eftir þeim svein, er leysi hana' úr böndum.

5. Sólgeisla hár um herðar bjartar fellur, Hátt móti röðli fannhvítt brjóstið svellur. Eldheiít í barmi æsku blóðið vellur, Aldanna hrönn að fótum henni skellur.

6. Þróttinn hún finnur : Öfl í æðum funa, Ólgandi fossa kynjamögnin duna. Auðlindir sævar ótæmandi bruna. Ónotuð frjógögn beiskju vekur muna.

7. Veit hún að hún er ei af kotungskyni, Kann og