Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/30

Þessi síða hefur ekki verið villulesin

16

soninn, sem á þig að krýna, Við elskum hvern gimstein, sem þar á að skína. Fram á tímanna kvöld Raðist öld eftir öld, Gamla ísland, sem tindrandi stjörnur í krón-una þína.

Þorsteinn Erlingsson.

18. ísland.

Lag eftir Sigfús Einarsson.

1. Þú álfu vorrar yngsta land, Vort eigið land, vort íósturland, Sem framgjarns unglings höfuð hátt Þín hefjast fjöll við ölduslátt. Þótt þjaki böl með þungum hramm, Þrátt fyrir alt þú skalt, þú skalt samt fram.

2. Alt verður eiga vaxtarár ? Þín voru tíðum hörð og sár, En ungra deyfð og barna-brek Oft bera vott um hulið þrek. Og því næst kemur þroskans tíð. Þá er að ganga fram í tímans stríð.

3. Hver tindur eygir upp og fram, Hver útnesskagi bendir: fram! Þú vilt ei lengur dott né draum, Vilt dirfast fram í tímans straum. Lát hleypidóma, ei hræða þig, Haltu fram beirít á sönnum frelsisstig.

4. Þú álfu vorrar yngsta land, Vort eigið land, vort fósturland ! Þú gaf st oss íslenzkt móðurmál Og mótað hefir vora sál. Þú elur þá, sem elskum vér. Alt, sem vér höfum, höfum vér frá þér.

5. Það er því von þig elskum vér, Fyrst alt oss knýtir fast að þér. Þín framtíð eins vor framtíð er, Hvern framahnekki sérhver ber. Ber hátt upp f jalla-höfuð þitt. Hver eftir mætti reynir vinna sitt.

Hannes Hafstein.