Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/20

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

hefi eg flestöll fengið frá sira Ólafi Jónssyni, en faðir sira Ólafs (sira Jón Torfason á Stað í Súgandafirði) fèkk þessi blöð hjá bónda einum þar vestra nærri sèr, og tók þau til fulls í sundr, hvert frá öðru, utanum kver. Nokkur af þessum Landnámublöðum hefi eg fengið annarstaðar að, en frá sira Ólafi. Eg sá að þessi blöð áttu framan við þetta volumen (Hauksbók), og hafa þar óefað til forna innbundin verið, og því lagði eg þau þangað, svo volumen skyldi halda sèr svo vítt. En sjálft volumen, fráteknum þessum Landnámu og Kristindómssögu blöðum, fékk eg, ef mig rètt minnir, frá Gaulverjabæ í Flóa, og hefir það án efa þangað borizt eptir Mag. Brynjólf andaðan. Mag. Brynjólfr hefir og eptir þessari Landnámu og Kristnisögu skrifa látið, og mun þá bókin hafa baldið sèr.

Kristnisögu, sem standi í Hauksbók, citerar Jón lærði einhverstaðar; það er óefað þessi, og inun Jón þar í lesið hafa, kannske áðr en Mag. Blrynjólfr hefir handhafi orðið að bókinni. Líkast bókin sè í fyrstu af Vestfjörðum komin, og hafi sá eignarmaðr, er Mag. Brynjólfi léði, aptr heimtað Landnámu vestr, en hitt blifið syðra, nema Landnáma hafi allareiðu burt úr volumine verið, þá Mag. Brynjólfr þetta handlèk, og hann svo bókina haft í tveim pörtum.

Björn á Skarðsá hefir og haft þetta exemplar, eða copie þar af, og kallar hann það á spázíum sinnar compilationis Landnámabókar: Hauksbók. Hvort bókin öll, svo sem hún nú er, hafi verið í höndum Jóns lærða, eða ei nenra Landnáma og Kristnisaga, er eigi rètt víst; eg skyldi þó þenkja hið fyrra, og kynni hann hèðan hafa það, er hann drabbar um Seths reisu”.

Árni Magnúson segir enn fremr: „Landnámublöðin, er sira Ólafr Jónsson sendi mèr, fèkk hann hjá föður sínum sira Jóni Torfasyni, presti að Stað í Súgandafirði, hafði þetta fragment eðr bókarslitr verið hjá einum bónda þar í Staðar sókn í Súgandafirði, hvert sira Jón eignaðist, og tók það allt í sundr utanum smákver. Relatio sira Ólafs Jónssonar, quam denuo confirmavit, eodem modo rem referens, anno 1703.” Nú hèlt Árni spurnum fyrir, hvort enginn koslr væri að fá meira, og ritaði sira Jóni