Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/32

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

og má hvorugt fornt heita. — Þáttr þessi hefir verið prentaðr áðr ásamt Ólafssögu, og stakr með Húngrvöku 1778.

III. Þáttr af Ísleifi biskupi (bls. 51—56) finnst í Flateyjarbók á 381. dálki, og er hann hèr prentaðr eptir henni; hann er og á pappír í AM. 554, 4to, og er hann eptir því handriti prentaðr með Kristnisögu í Kaupmannahöfn 1773. Frumrit þessa pappírshandrits finnst í blaðaslitrum á skinni í safni Árna, Nr. 75 e í folio, og eru það fá blöð í litlum 8vo. Þáttrinn er þó miklu lakari í 75 e og 554, en í Flateyjarbók, t. d. Fnjóskadal f. Víðidal; þar sem fágæt orð eru, (bls. 54 atbgr. 3), þá er þvi snúið við. Um höfund þáttarins getum vèr ekkert sagt. Af niðrlagi hans mætti geta til, að hann væri frá sama manni kominn og Jóns biskups saga hins helga.

IV.—VI. Húngrvaka (bls. 57—86), Þorlákssaga (bls. 87—124) og Páls biskups saga (bls. 125—148) taka þvínæst hver við af annarri, og þareð nú fullar líkur má færa fyrir því, að allar þessar sögur sè eptir sama mann, þá tökum vèr þær allar þrjár í einu lagi, og skulum vèr þá fyrst tilgreina handrit hverrar sögunnar fyrir sig: Húngrvaka er eins og Kristnisaga til vor komin frá einu skinnhandriti, sem á 17. öld hefir verið til einhverstaðar á Íslandi; en það skilr, að af þessari skinnbók er nú ekki örmull eptir, og vèr höfum engar sögur af henni, annað en að öll þau pappírshandrit, sem til eru af sögunni, ber að einum brunni; þau bera það með sèr, að þau eru öll af einni og sömu skinnbók runnin, og ekkert þeirra er eldra en frá hèrumbil 1640; þá heflr skinnbókin að líkindum enn verið til, en síðan farið sömu leið, sem svo margar aðrar systr hennar fóru á 17. öld. Hin fyrsta spurn, sein vèr höfum til Húngrvöku, er frá Skálholti: um vetrinn 1601 samdi sira Jón Egilsson ágrip af Húngrvöku. Þetta hans eiginhandarrit er enn til i AM. 110, 8o; hèðan atvikaðist að sira Jón ritaði Biskupaannála sína. Þá hefir skinnbókin líklega verið í Skálholti, en það hefir ekki varað lengi. Um 1630 hefir Björn á Skarðsá haft hana; hann skýrskotar í Landnámu sinni til Húngrvöku, og hefir ritað litla grein eptir henni um útlenda biskupa á Íslandi