Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/10

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

lettmeti þá er þó sá útvegr árædilegri helldr enn hussgángs bónbiörg, þockalegri enn hrossa kjöts át, og saklausari enn stulldr. Þessara nærstu ára hallæri mættu og synaz ærin orsök, at safna sem mest má öllu því á sumri til vidværis, sem hvör kann at fá, bædi fyrir siálfan sig, og líka þeim til biargar sem vid vanar-völ ganga. Eingi madr má her vænta at finna talldar allar islendskar jurtir, hefi eg þær einasta nefndt, sem til nytsemdar eru brúkadar híngat og þángat um land, edr og so i ödrum löndum, og eg hefir um lesid, enn ecki hinar, og dylst eg ecki vid, at meir enn helmingr innlendra villi-urta er her ótalinn, eg er og fyrir allra hluta sakir ófær at giöra fullkomid urta-safn og registr yfir Island, eda Floram Islandicam, enda mun so líka hvör búfastr madr vera, hellst á útskögum lands, enn þetta villdag væri betra enn ecki, fyri þá sema3