123
„Æ, jeg veit ekki hvernig jeg á að fara með þenna hrafn, hann er hjer altaf með beinið sitt“, sagði kóngsdóttir, og það ljet risinn gott heita, en svo rak hann augaun í alt skrautið á skápnum, blóm og kransa alt umhverfis hann, og spurði, hvað svona tiltæki ætti að þýða, og hver væri með slíkan hjegóma.
Jú, það var þá kóngsdóttir.
„Hversvegna ertu að þessum fíflaskap?“, sagði risinn.
„Æ, mjer þykir nú altaf svo vænt um þig, að jeg verð að skreyta skápinn, fyrst þú geymir hjarta þitt þar“.
„Ertu svo heimsk, að þú trúir að það sje þar“, sagði risinn og skellihló.
„Auðvitað trúi jeg því, fyrst þú segir það“, sagði kóngsdóttir.
„Æ, skelfingar auli ertu“, sagði risinn. „Aldrei finnur þú þann stað, þar sem jeg geymi hjarta mitt“.
„Já, en gaman væri nú samt að vita hvar það væri“, sagði kóngsdóttir.
Þá gat risinn ekki lengur að sjer gert, en varð að segja hvar það væri: „Langt, langt í burtu í vatni einu er hólmi nokkur“, sagði hann. „Í hólma þessum stendur kirkja, í kirkjugólfinu er brunnur, á brunninum syndir önd, í öndinni er egg og í eggi þessu er hjartað úr mjer, góða mín“.
Snemma næsta morgun, þegar enn ekki var orðið bjart, fór risinn aftur til skógar. „Já, nú verð jeg að fara af stað líka“, sagði Randver konungsson, „bara að jeg rati nú!“ Hann kvaddi því kóngsdóttur, sagðist koma aftur, og þegar hann kom út úr herberginu, stóð úlfurinn þar enn og beið konungssonar. Honum sagði Randver hvað skeð hefði í húsakynnum risans, og sagði að nú vildi hann komast til kirkjunnar, sem brunnurinn var í, bara ef hann rataði þangað. Þá bað úlfurinn hann um að setjast á bak sjer, hann sagðist skyldi rata, og svo þaut hann af stað yfir fjöll og dali og fór sem vindur væri.
Þegar þeir höfðu haldið áfram marga daga, komu þeir