Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/130

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

124

loks að vatninu. Þá vissi konungssonur ekki, hvernig hann ætti að komast út í hólmann, en úlfurinn bað hann vera óhræddan, og lagði til sunds með hann á bakinu, synti yfir í hólmann. Svo komu þeir að kirkjunni, en kirkjulykillinn hjekk hátt uppi í turninum, og konungssonur vissi ekki, hvernig hann ætti að ná í hann. — „Nú verðurðu að kalla á hrafninn“, sagði úlfurinn, og um leið og hann kallaði, kom hrafninn, flaug eftir lyklinum, og svo komst Randver inn í kirkjuna. Þegar hann kom svo að brunninum, synti öndin þar fram og aftur, eins og risinn hafði sagt. Svo fór hann að reyna að lokka öndina til sín, og að lokum synti hún til hans og hann greip hana. En um leið og hann lyfti henni upp af vatninu, verpti hún egginu, og nú vissi Randver alls ekki, hvernig hann ætti að ná í það. „Nú verðurðu að kalla á laxinn“, sagði úlfurinn, og það gerði Randver. Svo kom laxinn og náði í eggið, og þá sagði úlfurinn, að hann skyldi kreista eggið, og um leið og Randver gerði það, æpti risinn.

„Kreistu það aftur“, sagði úlfurinn, og þá vældi risinn enn aumlegar og bað svo aumkvunarlega um líf, hann skyldi gera alt sem konungssonur vildi, ef hann fengi að halda lífi, og kóngssonur kreisti ekki hjarta hans sundur.

„Segðu honum, að ef hann geri bræður þína sex og unnustur þeirra aftur eins og þau voru, áður en hann breytti þeim í stein, þá skuli hann lífi halda“, sagði úlfurinn.

Jú, það gerði risinn strax, og breytti steinunum aftur í menn.

Síðan reið Randver aftur á úlfi sínum til bjargsins, þar sem risinn bjó, og þá var alt fólkið þar fyrir utan, bræður hans og konuefnin þeirra, og síðan sótti Randver brúði sína inn í bergið, og öll fóru þau heim í konungsgarð. Og enginn getur lýst gleði gamla konungsins, þegar allir synirnir hans sjö komu aftur, hver með sína brúði. „En fegurst af öllum er samt konuefnið hans Randvers