Þessi síða hefur verið staðfest
gera, hann varð að fara. Svo spurði hún, hvort hún mætti koma með honum.
Nei, ekki var það hægt.
„Geturðu ekki sagt mjer frá leiðinni þangað, svo jeg geti komið og fundið þig, það má jeg þó?“ sagði hún.
„Jú, þú mátt koma og finna mig, en þangað sem jeg er, er enginn vegur; höllin er fyrir austan sól og vestan mána og þangað ratarðu aldrei“.
Um morguninn, þegar hún vaknaði, var bæði kóngssonurinn og höllin horfin, hún lá á litlum grænum grasbletti og pokasnigillinn hennar hjá henni, en allt í kring var þjettur, dimmur skógur. Þegar hún hafði þurrkað stýrurnar úr augunum og grátið sig þreytta, þá lagði hún
11