39
saman og setti það fyrir mænirás, og svo lamdi hann alt í einu, korn og hey og hálm. Það urðu ekki góð vinnubrögð, því alt fór í einn graut, og rykið stóð í mekki kringum alla kóngshöllina.
Þegar Umli var næstum búinn að þreskja, frjettist það að það væri að koma stríð, og her sækti inn í landið. Þá sagði konungur honum, að hann yrði að taka með sjer menn, fara móti óvinunum og stríða við þá, því hann bjóst við að þá yrði Umli drepinn. Onei, Umli sagðist ekki vilja hafa með sjer menn, til þess eins að þeir yrðu drepnir. „Jeg skal berjast einn“, sagði hann.
Því betra, þess fyr losna jeg við hann, hugsaði kóngur.
En sæmilega kylfu varð hann að hafa.
Þá var sent eftir smið, og hann smíðaði fimm vætta kylfu. „Þessi væri nú góð til þess að brjóta hnetur með“ sagði Umli. Svo var smíðuð ein fimtán vætta þung, og Umli sagði að hún væri ágæt til þess að negla litla nagla. Ja, stærri kylfu gat smiðurinn ekki smíðað með sínum mönnum. Þá fór Umli sjálfur í smiðju og bjó til kylfu, sem var 15 skippund á þyngd, og það þurfti hundrað menn til þess að snúa henni á steðjanum. Þessi kylfa hjelt Umli að myndi duga. En svo varð hann nú aðeins að hafa með sjer nesti, þá var búinn til malpoki úr 15 nautshúðum, og troðinn fullur af mat, og svo labbaði Umli af stað með kylfuna um öxl og pokann á bakinu.
Þegar Umli kom svo langt, að hann sá óvinaherinn, sendu þeir til hans mann, sem spurði hann, hvort hann ætti að berjast við þá.
„Bíðið þið bara, þangað til jeg er búinn að jeta“, sagði Umli úr gæsaregginu, lagðist niður og fór að jeta á bak við malpokann sinn.
En þeir vildu ekki aldeilis bíða, heldur fóru að skjóta á hann straks, og það rigndi yfir hann riffilkúlunum.
„Svona krækiber er mjer nú sama um,“ sagði Umli, og hjelt áfram að jeta, það beit hvorki á hann blý nje