Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/76

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

70

Skipið, sem sigldi á landi og skrítnu karlarnir sex

Einu sinni var kóngur og hann hafði heyrt um að til væri skip, sem sigldi jafn á landi og á vatni, og þá vildi hann auðvitað eignast svoleiðis skip, og lofaði þeim, sem gæti bygt það, dóttur sinni og hálfu ríkinu, og þessa yfirlýsingu ljet hann lesa upp við hverja kirkju í öllu landinu. Það var nú líklegt, að margir reyndu þetta, því það var ekki amalegt að fá hálft ríkið, og ekki verra að fá kóngsdóttur í viðbót, en þeim gekk ekki vel að smíða skipið, veslingunum.

En svo voru þrír bræður, sem áttu heima í sveit, þar sem var mikill skógur. Sá elsti hjet Pjetur, annar Páll, en þriðji Ásbjörn og var kallaður Ásbjörn í öskustónni, vegna þess að hann sat ialtaf í stónni og rótaði öskunni. En sunnudaginn þann, sem lýst var eftir skipinu, sem kóngur vildi fá, vildi svo til að hann var líka við kirkju. Þegar hann kom heim og sagði frá þessu, þá bað Pjetur, bróðir hans, móður sína um nesti og nýja skó, því hann ætlaði að leggja af stað og reyna, hvort hann gæti ekki smíðað skipið og fengið kóngsdóttur og hálft ríkið. Þegar hann hafði fengið nestið, lagði hann af stað. Á leiðínni mætti hann gömlum manni, sem var orðinn kengboginn af elli og skelfing aumingjalegur.

„Hvert ætlar þú?“ spurði karlinn. „Jeg ætla út í skóginn og smíða trog handa föður mínum, hann vill ekki borða með okkur úr sama troginu“, sagði Pjetur. „Trog skal það verða“, sagði karlinn. — „Hvað hefir þú í pokanum þínum?“ spurði karlinn svo. „Skít“, sagði