Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/77

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

71

Pjetur. „Skítur skal það vera!“ sagði karlinn. Svo fór Pjetur út í skóginn og hjó trje og smíðaði af öllum kröftum, en alt hvað hann smíðaði og hjó, þá gat hann aldrei búið til annað en trog og trog. Þegar leið að hádegi, fór hann að verða svangur og tók malinn sinn. En það var alt annað en matur í malnum hans. Og fyrst hann hafði ekkert að borða og gat ekkert smíðað nema trog, þá fór hann bara heim til mömmu sinnar aftur.

Svo vildi nú Páll fara og vita hvort honum hepnaðist ekki að byggja skip og fá kóngsdótturina og hálft ríkið. Hann bað móður sína um nesti, og þegar hann hafði fengið það, tók hann malinn sinn og lagði af stað út í skóginn. Á leiðinni mætti hann gömlum manni, sem var ósköp lotinn og aumingjalegur. „Hvert ætlar þú“ spurði hann Pál. „O, jeg ætla út í skóg að smíða trog handa litla grísnum okkar“, sagði Páll. „Verði það þá svínatrog“, sagði karlinn. — „Hvað hefirðu í malpokanum þínum“, spurði karlinn. „Skítur er það“, sagði Páll. — „Og skítur verði það“, sagði karlinn. Svo fór Páll að höggva trje og smíða í skóginum, en hvernig sem hann fór að, þá gat hann ekkert búið til nema svínatrog. —

En hann gafst ekki upp, hjelt áfram að smíða langt fram á dag, áður en hann hugsaði um mat, en svo varð hann alt í einu glorhungraður, svo að hann varð að grípa til malsins síns, en þegar hann opnaði hann, þá var það nú eitthvað annað en matur, sem í honum var. — Þá reiddist Páll svo, að hann hvolfdi úr malnum, henti honum svo langar leiðir, tók öxi sína og fór rakleiðis heim.

Þegar Páll var kominn heim, vildi Ásbjörn fara úr öskustónni og reyna líka, og bað hann móður sína um nesti. „Kannske jeg gæti bygt skipið og fengið kóngsdóttur og hálft ríkið“, sagði hann.

„Mikil ósköp eru að heyra“, sagði móðir hans. „Þáð er nú líklegt að þú vinnir kóngsdóttur og hálft ríkið,