78
þegar hann kom með það var enn ein mínúta eftir af hinum tíu.
Ásbjörn hljóp nú inn til kóngsins og sagði, að hjer væri vatnið komið, og nú þyrfti hann ekki að bíða með að fá dóttur hans lengur, hann vildi giftast henni strax. En kónginum fanst Ásbjörn ekkert hafa fríkkað, og langaði ekki til þess að fá hann fyrir tengdason. Svo sagði kóngur, að hann ætti 300 faðma af viði, sem hann ætlaði að þurka korn við, „og ef þú getur brent upp öllum þessum viði, þá skaltu fá dóttur mína, og þá deilum við ekki meira um það“, sagði hann. — „Jeg verð víst að reyna“, sagði Ásbjörn „en má jeg hafa einn fjelaga minn með mjer?“ „Já, það máttu, og þó þú vildir hafa þá alla sex“, sagði köngur.
Ásbjörn tók nú með sjer þann, sem hafði fimtán vetur og sjö sumur í maganum og fóru þeir í eldhúsið um kvöldið. Út gátu þeir ekki komist aftur, því þeir voru ekki fyrr komnir inn, en kóngur setti slagbrand fyrir hurðina. Eldurinn logaði í trjáviðnum, svo þeir ætluðu alveg að stikna. „Þú verður að hleypa út einum sex — sjö vetrum“, sagði Ásbjörn, svo hjer verði mátulega heitt“. Hinn gerði það, og þá var rjett svo að þeir þyldu við, en þegar fór að líða á nóttina, tók þeim heldur að kólna. Þá sagði Ásbjörn, að nú veitti þeim ekki af tveimur sumrum eða svo, og eftir það sváfu þeir langt fram á dag. En þegar þeir heyrðu kónginn vera farinn að eiga við hurðina og losa slagbrandinn, sagði Ásbjörn: „Nú skalt þú sleppa út nokkrum vetrum í viðbót, en hagaðu því svoleiðis, að sá síðasti fari beint framan í kónginn“. Jú, þetta var gert og um leið og kóngur opnaði hurðina, og hjelt að þeir myndu liggja þar brunnir til ösku, þá sátu þeir þar og hríðskulfu af kulda, svo að tennurnar glömruðu í munninum á þeim, og sá sem hafði fimtán vetur í maganum, ljet þann síðasta fara