82
barmaði sjer, þá kom það ekki að haldi, hún vildi leggja af stað til þess að finna bræður sína, því henni fanst þetta alt vera sjer að kenna, og að lokum fór hún að heiman. Hún gekk lengi út í heiminn, svo langt að maður skyldi ekki hafa trúað, að svona fín kóngsdóttir hefði getað gengið svo langt.
Einu sinni hafði hún gengið lengi í stórum skógi, þá kom svo, að hún varð þreytt og settist á þúfu og þar sofnaði hún. Þá dreymdi hana, að hún gengi enn lengra inn í skóginn og kæmi að litlum timburkofa, og að bræður hennar væru þar, en um leið vaknaði hún, og beint fyrir framan sig sá hún troðning í mosanum og sá götuslóði lá lengra inn í skóginn. Hún gekk eftir þessum stíg, og eftir langa ferð kom hún að litlum kofa, sem var alveg eins og sá, sem hún hafði sjeð í drauminum.
Þegar hún kom inn, var þar ekki nokkur lifandi maður, en þar stóðu tólf rúm og tólf stólar, tólf skeiðar og tólf hlutir af hverju og einu, sem til var. Og þegar hún sá það, varð hún himinlifandi, svo glöð, að hún hafði ekki verið glaðari árum saman, því hún sá strax, að bræður hennar myndu búa þarna, og að það væru þeir, sem ættu rúmin og skeiðarnar og stólana. Og hún fór að elda handa þeim og leggja í ofninn og kappkostaði að gera alt eins vel og hún gat, og þegar hún var búin að elda handa þeim öllum, þá borðaði hún sjálf, en hún gleymdi skeiðinni sinni á borðinu. Svo skreið hún undir rúmið yngsta bróðurins og fór að sofa.
En ekki var hún fyrr lögst til hvílu, en hún heyrði þyt í lofti, og svo komu allar villiendurnar tólf inn, en um leið og þær komu yfir þröskuldinn, urðu þær strax að kongssonum. „En hvað er gott og hlýtt hjerna“, sögðu þeir. „Guð blessi þann, sem hefir lagt svona vel í ofninn og búið til svona góðan mat handa okkur“. Og svo tóku þeir hver sína silfurskeið og fóru að borða. En þó hver