Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/99

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

93

en þessi fjögur ár væru liðin, eins og smiðurinn hafði sagt.

„Jæja, þá geturðu komið niður aftur“, sagði smiðurinn.

Og þegar þessi fjögur ár voru liðin, kom kölski aftur að sækja smiðinn.

„Nú ertu þó líklega tilbúinn“, sagði hann. „Að minstakosti finst mjer þú nú geta verið búinn að hnoða hausinn á þenna naglaræfil!“

„Jú, hausinn er kominn“, svaraði smiðurinn, „en samt komstu svolítið of snemma, því oddinn er jeg ekki enn búinn að hvessa. Þetta er eins og jeg sagði, svo skolli hart járn, jeg hefi aldrei smíðað úr öðru eins. En meðan jeg slæ odd á naglann, þá geturðu sett þig þarna í hægindastólinn minn og hvílt þig, því þreyttur hlýtur þú að vera“.

„Þakka þjer fyrir það“, sagði kölski og settist í stólinn, en hann var ekki fyr setstur, en smiðurinn sagði, að þegar hann hugsaði sig vel um, þá sæi hann, að hann yrði alls ekki búinn með oddinn á naglanum fyr en eftir fjögur ár. Fyrst bað sá gamli fallega um að fá að sleppa úr stólnum, en svo reiddist hann og fór að hóta smiðnum öllu illu, en smiðurinn afsakaði sig eins vel og hann gat, sagði að þetta væri alt vegna þess, hve járnið væri hart, og svo huggaði hann fjandann með því, að hann hefði svo þægilegt sæti þarna í stólnum, að hann munaði ekki mikið um að sitja þar í fjögur ár, og þá skyldi hann líka sleppa á stundinni, þegar þau væru liðin. Að lokum fór svo, að skolli varð að lofa, að hann skyldi ekki sækja smiðinn fyr en eftir fjögur ár, og svo sagði smiðurinn: „Jæja, nú geturðu staðið upp aftur“, og fjandinn af stað, eins fljótt og hann gat.

Eftir fjögur ár kom kölski enn að sækja smiðinn.

„Nú ertu þó líklega tilbúinn“, sagði hann um leið og hann gægðist inn um smiðjudyrnar.

„Já alveg tilbúinn“, sagði smiðurinn, „nú getum við lagt af stað þegar þú vilt. — En, heyrðu mjer — það