Faðir minn er róinn

Faðir minn er róinn er íslensk þula sem hefur verið einhvers konar ljóðaleikur fyrir börn. Þulan var send Fornfræðafélaginu í Kaupmannahöfn árið 1853.

Faðir minn er róinn
langt út á sjóinn
að sækja okkur fiskinn
að færa upp á diskinn.
Rafabelti og höfuðkinn
berum við í bæinn inn,
og það gefur guð minn.