4. Allslags vopn án undantekningar, svo sem byssur, pístólur, korðar, lángir knífar (Dolk) eður ammunition skulu án tafar afhendast.

5. Sé svo að nokkur af landsins innbyggjurum, kvenfólk eða börn, skulu fara sendiferð milli Danskra án leyfis, eiga þeir að straffast sem stjórnarstandsins fjandmenn, samt sem áður, ef barnið ekki veit af, að það hafi drýgt yfirsjón, þá skal sú persóna, sem sendi það straffast í þess stað.

6. Allir lyklar til opinberra einnig privat pakkhúsa og krambúða, skulu afhendast; allir peningar og bankoseðlar, sem annaðhvort tilheyra kónginum ellegar þeim faktórum, sem eru í sambandi með dönskum höndlunarhúsum, skulu geymast strax undir loku og lás og lyklarnir afhendast ásamt öllum reikningskapar bókum, protokollum og pappírum, sem tilheyra kónginum og faktórum, er meðhöndlast upp á líkan máta.

7. Til að uppfylla þessi boð gefst yður hér í Reykjavík hálfur þriði tími, í Hafnarfirði 12 tímar, en síðar meir skal nauðsynleg ráðstöfun ské á öðrum fjærliggjandi stöðum.