eftir Grím Thomsen

Tveir á heiði hittust reiðir,
hver mót öðrum feigur sneri,
nornin kalda grimman galdur
galið hafði þeim og vélar.
Illum tárum augun fylltust,
annarlegu brostu gamni,
fann hver bana í brosi annars,
brugðu hjörvum, týndu fjörvi.
Ljóðmæli, 1969.