Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/72
Þetta sama haust lét Ólafur konungur reisa langskip mikið á eyrunum við Nið. Það var snekkja. Hafði hann þar til smiði marga. En öndverðan vetur var skipið algert. Það var þrítugt að rúmatali, stafnhátt og ekki mikið í sér. Það skip kallaði konungur Tranann.
Eftir dráp Járn-Skeggja var lík hans flutt út á Yrjar og liggur hann í Skeggjahaugi á Austurátt.