Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/86

Heimskringla - Ólafs saga Tryggvasonar
Höfundur: Snorri Sturluson
86. Skírður Leifur Eiríksson

Leifur sonur Eiríks rauða, þess er fyrstur byggði Grænland, var þetta sumar kominn af Grænlandi til Noregs. Fór hann á fund Ólafs konungs og tók við kristni og var um veturinn með Ólafi konungi.