Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/95
En er Ólafur konungur hafði mjög búið lið sitt úr Niðarósi þá skipaði hann mönnum um öll Þrændalög í sýslur og ármenningar. Þá sendi hann til Íslands Gissur hvíta og Hjalta Skeggjason að boða kristni á Íslandi og fékk með þeim prest þann er Þormóður er nefndur og fleiri vígða menn en hafði eftir með sér í gísling fjóra íslenska menn, þá er honum þóttu ágætastir: Kjartan Ólafsson, Halldór Guðmundarson, Kolbein Þórðarson, Sverting Runólfsson.
Og er það sagt af ferð þeirra Gissurar og Hjalta að þeir komu til Íslands fyrir alþingi og fóru til þings og á því þingi var kristni í lög tekin á Íslandi og það sumar var skírt allt mannfólk.