Heimskringla/Ólafs saga helga/11
Þá sigldi Ólafur konungur suður til Fríslands og lá fyrir Kinnlimasíðu í hvössu veðri. Þá gekk konungur á land með lið sitt en landsmenn riðu ofan í móti þeim og börðust við þá.
Svo segir Sighvatur skáld:
- Víg vannstu, hlenna hneigir,
- hjálmum grimmt hið fimmta,
- þoldu hlýr fyr hári
- hríð Kinnlimasíðu,
- þá er við rausn að ræsis
- reið her ofan skeiðum.
- Enn í gegn að gunni
- gekk hilmis lið rekkum.