Heimskringla/Ólafs saga helga/16
En hið þriðja vor andaðist Aðalráður konungur. Tóku þá konungdóm synir hans, Játmundur og Játvarður.
Þá fór Ólafur konungur suður um sjá og þá barðist hann í Hringsfirði og vann kastala á Hólunum er víkingar sátu í. Hann braut kastalann.
Svo segir Sighvatur skáld:
- Tugr var fullr í fögrum
- fólkveggs drifahreggi,
- hélt sem hilmir mælti,
- Hringsfirði, lið þingað.
- Ból lét hann á Hóli
- hátt, víkingar áttu,
- þeir báðut sér síðan
- slíks skotnaðar, brotna.