Heimskringla/Ólafs saga helga/213

Heimskringla - Ólafs saga helga
Höfundur: Snorri Sturluson
213. Frá búnaði Ólafs konungs


Ólafur konungur var svo búinn að hann hafði hjálm gylltan á höfði en hvítan skjöld og lagður á með gulli kross hinn helgi. Í annarri hendi hafði hann kesju þá er nú stendur í Kristskirkju við altara. Hann var gyrður sverði því er Hneitir var kallað, hið bitrasta sverð og gulli vafiður meðalkaflinn. Hann hafði hringabrynju.

Þess getur Sighvatur skáld:

Öld vann Ólafr fellda,
öflgan sigr, hinn digri,
gekk sóknþorinn sækja
sinjór fram í brynju.
En, þeir er austan nenna,
óx hildr, með gram mildum,
mart segi eg bert, í bjarta
blóðröst, Svíar, óðu.