Heimskringla/Ólafs saga helga/241

Heimskringla - Ólafs saga helga
Höfundur: Snorri Sturluson
241. Frá Einari þambarskelfi


Einar þambarskelfir var kominn heim vestan af Englandi til búa sinna og hafði veislur þær sem Knútur konungur hafði fengið honum þá er þeir fundust í Þrándheimi og var það nær jarlsríki.

Einar þambarskelfir hafði ekki verið í mótgöngu við Ólaf konung. Hrósaði hann því sjálfur. Einar minntist þess er Knútur hafði heitið honum jarldómi yfir Noregi og svo það að konungur efndi ekki heit sín. Einar varð fyrstur til þess ríkismanna að halda upp helgi Ólafs konungs.