Heimskringla/Ólafs saga helga/39
Einar þambarskelfir átti bú og húsabæ á Skaun. En er honum kom njósn um farar Ólafs konungs þá lét hann þegar skera upp herör og sendi fjögurra vega, stefndi saman þegn og þræl með alvæpni og fylgdi það boði að þeir skyldu verja land fyrir Ólafi konungi. Örboð fór til Orkadals og svo til Gaulardals og dróst þar allt her saman.