Heimskringla/Ólafs saga helga/63
Þann vetur fór Þrándur hvíti úr Þrándheimi austur á Jamtaland að heimta skatt af hendi Ólafs konungs digra. En er hann hafði saman dregið skattinn þá komu þar menn Svíakonungs og drápu Þránd og þá tólf saman og tóku skattinn og færðu Svíakonungi.
Þetta spurði Ólafur konungur og líkaði honum illa.