Heimskringla/Haraldar saga hárfagra/24

Haraldur konungur var á veislu á Mæri að Rögnvalds jarls. Hafði hann þá eignast land allt. Þá tók konungur þar laugar og þá lét Haraldur konungur greiða hár sitt og þá skar Rögnvaldur jarl hár hans en áður hafði verið óskorið og ókembt tíu vetur. Þá kölluðu þeir hann Harald lúfu en síðan gaf Rögnvaldur honum kenningarnafn og kallaði hann Harald hinn hárfagra og sögðu allir er sáu að það var hið mesta sannnefni því að hann hafði hár bæði mikið og fagurt.