Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/74
Eftir það er Magnús konungur var andaður liðu fimmtán vetur áður Nissarorusta var en síðan tveir áður Haraldur og Sveinn sættust.
Svo segir Þjóðólfur:
- Færði fylkir Hörða,
- friðr namst ár hið þriðja,
- rendr bitu stál fyr ströndu,
- starf til króks að hvarfi.
Eftir sætt var deila konungs við Upplendinga þrjú misseri.
Svo segir Þjóðólfur:
- Nú es um verk þau er vísi
- vandmælt, svo að af standist,
- auðan plóg að eiga
- Upplendingum kenndi.
- Sér hefir svo langs tírar
- svinns, að æ mun vinnast,
- þrjú missari þessi
- þengils höfuð fengið.