Heimskringla/Magnúss saga berfætts/3
Magnús konungur hélt um veturinn austur í Vík en er voraði hélt hann suður til Hallands og herjaði þar víða. Þá brenndi hann þar Viskardal og fleiri héruð. Fékk hann þar fé mikið og fór síðan aftur í ríki sitt.
Svo segir Björn hinn krepphendi í Magnússdrápu:
- Vítt lét Vörsa drottinn,
- varð skjótt rekinn flótti,
- hús sveið Hörða ræsir,
- Hallands, farið brandi.
- Brenndi buðlungr Þrænda,
- blés kastar hel fasta,
- vakti viskdælsk ekkja,
- víðs mörg héruð síðan.
Hér getur þess að Magnús konungur gerði hið mesta hervirki á Hallandi.