Heimskringla/Magnússona saga/2
Einum vetri eða tveim eftir fall Magnúss berfætts kom vestan af Orkneyjum Hákon sonur Páls jarls en konungar gáfu honum jarldóm og yfirsókn í Orkneyjum svo sem jarlar höfðu haft fyrir honum, Páll faðir hans eða Erlendur föðurbróðir hans. Fór Hákon vestur til Orkneyja.