Hjálp:Nýir textar

Snið:Hjálparröð Þegar texta er bætt við á wikiheimild þá er notast við pdf eða djvu skrár til að ljóslesa þær, sem sparar okkur vinnu. Áður en þú bætir við texta lestu eftirfarandi viðmiðanir:

  1. Athugaðu hvort textinn sé þegar á wikiheimild.
  2. Eingöngu íslenskir textar eiga heima á wikiheimild
  3. Athugaðu höfundaréttarstöðu verksins. Eingöngu verk sem eru fallin úr höfundarétti (70 ár liðin frá andláti höfundar) og verk sem eru undir Creative Commons Share-Alike 3.0 leyfi má setja inn á wikiheimild.
  4. Vertu viss um að textinn eigi heima á wikiheimild.

Leita eftir skrám og sækja þær breyta

Bækur eru til á tölvutæku formi á Internet Archive, Google Books og hjá landsbókasafni. Þar sem landsbókasafn er með mesta fjöldann er best að byrja leitina þar og færa sig yfir í Internet Archive og Google Books ef þú fannst ekki það sem þú vildir.

Gott er að forðast titla sem eru til á heimskringlu eða rafbókavefnum, til að forðast aðstæður þar sem sama bókin sé yfirfarin tvisvar.

Skoðum nú hvað þarf að gera eftir því hvaðan skráin kemur

Internet Archive breyta

Myndband um að setja inn texta frá Internet Archive. Skrefin frá 3:17 eiga einnig við um texta frá öðrum síðum.
  1. Farðu á Internet Archive
  2. Í hliðarstikunni vinstra megin sláðu inn verkið í "Search this collection"
  3. Veldu "Icelandic" undir languages í þessari sömu hliðarstiku
  4. Ef skráin er til sérð þú hana í leitarniðurstöðum. Ef það eru nokkrar niðurstöður veldu þá sem er í bestu gæðum.
  5. Afritaðu hluta vefslóðarinnar, á milli "/details/" og "/page/"
  6. Farðu á toollabs:ia-upload, settu afritaða hlutann sem auðkenni (ID) og fylgdu fyrirmælunum (þær eru á íslensku).
  7. Slepptu síðunni ljóslestur og farðu beint yfir í Villulestur

Landsbókasafn breyta

  1. Farðu á Landsbókasafn
  2. Leitaðu eftir bókinni og smelltu á leitarniðurstöðuna
  3. Fyrir neðan blaðsíður bókarinnar er box hægra megin sem heitir beinir tenglar
  4. Náðu í heila PDF skrá fyrir alla bókina
  5. Hladdu inn skránni á c:Special:UploadWizard
  6. Slepptu síðunni ljóslestur og farðu beint yfir í Villulestur

Google Books breyta

  1. Farðu á Google books
  2. Leitaðu eftir bókinni
  3. Ýttu á flettilistann "Allar útgáfur" og breyttu því í "Heildarútgáfur".
  4. Ef þú færð nokkrar niðurstöður veldu þá sem er í bestu gæðum.
  5. Settu músina yfir "Ebooks - free" og sæktu "PDF" útgáfu
  6. Hladdu inn skránni á c:Special:UploadWizard
  7. Farðu eftir fyrirmælunum á Hjálp:Ljóslestur.